laugardagur, febrúar 14, 2004

"Ég ætla þokkalega í MR ma´r!!"
Ég og pabbi fórum upp í hesthús áðan, með smá viðkomu í Sorpu. Þegar ég var að bíða eftir afgreiðslu fór ég að hlusta á tal tveggja pilta sem stóðu fyrir aftan mig. Þeir hafa verið svona á að giska í 9. eða 10. bekk. Samtalið hljóðaði svo (bið umrædda pilta afsökunar ef rangt er farið með mál): "Ég sá stuttmynd á Skjá 1 um daginn ma´r.. heavy svöl.. gerð af einhverjum MR-ingum." "Nú?" "Já, Terminator var að eyða öllum hommunum í versló, hún var ge´gt fyndinn.. þú hefðir átt að sjá sturtuatriðið!!" "Sturtuatriðið?" "Já, allir verslingarnir voru saman í sturtu maður.. og e-ð flipp" "Jáh.. ertu búinn að ákveða menntaskóla?" "Ég ætla þokkalega í MR ma´r!!"
Ég gat ekki varist brosi.

Engin ummæli: