sunnudagur, mars 21, 2004

Ég fékk kvenkyns tímaritið Orðlaus sent heim til mín í gær, eins og sjálfsagt allflestar ungar konur á Reykjavíkursvæðinu. Framarlega í blaðinu hafa ritstýrurnar tekið önnur kvennablöð sér til fyrirmyndar og sett eitt stk. Quiz. Það ber heitið "Ertu stráka stelpa?" [stafsetningarvillan er blaðsins]. Ég svaraði öllum 10 spurningum samviskusamlega og fékk samtals 29 stig. Lenti þar með í kategóríunni "20-30 stig - Að vera á milli þess að vera strákastelpa og ekki er mjög gott...". Það sem gerði það að verkum að ég er ekki í flokknum "10-20 Stig - Að vera stelpa er þér eðlislægt..." er að ég myndi taka upp kort og finna leiðina heim ef ég væri villt í útlöndum, en ekki panta leigubíl og borga offjár fyrir að komast aftur á hótelið! Einnig svaraði ég strákalega (???) þegar ég var spurð að því hvort ég myndi grípa tækifærið og stjórna heiminum ef það stæði til boða. Stelpulegasta svarið var samkvæmt stigagjöfinni "Nei, afhverju ætti ég að vilja stjórna heiminum?" Einni græddi ég stig á því að geta sjálf sett Ikea hillu saman og hengt upp á vegg, en ekki "hringt strax í einhvern karlkyns til að redda mér."
...Þá veit ég það.

Engin ummæli: