sunnudagur, mars 28, 2004

Kosningarnar komu og fóru. Ég hef sjaldan verið viðstödd jafn spennandi kosningavöku. Jafnvel þó ég vissi úrslitin fyrirfram var ég farin að naga borðbrúnina, inspectorskandídötunum til samlætis. ÞRJÚ atkvæði??!

Í gær horfði ég svo á Silence of the Lambs í þriðja sinn. Tók eftir því að leikarinn sem lék doktor Chilton, forstöðumann fangelsisins sem Hannibal er geymdur í, maðurinn sem hlýtur þann vafasama heiður í lok myndarinnar að vera "the old friend Hannibal is having for dinner" ...þetta er sami leikari og leikur siðprúða aðstoðarskólastjórann í gæðaþáttunum Boston Public. Já já...
Og til að kóróna helgina þá leit ég út um gluggan í morgun (æ, kannski óþarfi að vera að ljúga hérna... vaknaði laust eftir hádegi!) og sá þykka, hvíta ábreiðu yfir garðinum. Ég vona að það hafi líka snjóað á Norðurlandi, því svo virðist sem fjölskylda mín ætli ekki að fara til Akureyrar á skíði nema það sé snjór í Hlíðafjalli. Veit nú ekki hvurslags smámunasemi það er... en ef þau fara, þá verð ég ein í húsinu um páskana og get lært óáreitt.

Svo er annað.. ég þarf bráðum að fara að samræma útlit færslanna hjá mér. Stundum er engin fyrirsögn, stundum er italic fyrirsögn.. annarsvegar með línubili eftirá og hinsvegar án bils. Svo er bold fyrirsögn á einum stað... Svona ósamræmi er nú ekki mikil prýði.
Sveiattan!

Engin ummæli: