fimmtudagur, maí 13, 2004

Aldrei, aldrei, aldrei hef ég gengið út úr prófi fjörtíu mínútum fyrir tímann. Það gerði ég þó í dag, og var þá búin að eyða dágóðum tíma í að myndskreyta prófið. Teiknaði áflæði, eðlur tvær, hverastrýtu á úthafshrygg og eitthvað eitt í viðbót sem ég man ekki hvað var. Segleðlan mín var ótrúlega vel heppnuð. Hún var með svona "Ooh-ég-er-ekki-nógu-merkileg-til-að-vera-forfaðir-neins-merkilegs"-augun.

Ég er "í göngutúr á brúninni" þessa daganna, móður minni til mikillar armæðu. Ég er ekki byrjuð að hugsa út í stúdentaátfittið ennþá. Haldið´ að það sé nú? Buxur, pils eða kjóll? Ég veit ekki. Ég er ekki mikil kjóla-stelpa, hef bara tvisvar átt kjól. Fermingarkjólinn ljósbláa, og svo röffaða gráa kjólinn með endurskinsborðanum sem ég keypti fyrir árshátíð í 9. bekk. Hann var nettur.. endurskinsborðinn var punkturinn yfir i-ið. Sjáum hvað setur. Ekki fer maður að mæta í buxum á júbilantaballið? Það er dansidansiball, og því skemmtilegra að vera ekki í buxum. Nema auðvitað að maður sé strákur, en þá væri frekar silly að vera í kjól. Ooh, þessi bannsettu félagslegu viðmið! Ég mæti bara í gráa endurskinsborðakjólnum. Yeah!

Svo bætti ég Ómari inn í dálk hala og sprunda. Ómar er halur, og hefur falið snilldarblogg sitt í rúma sjö mánuði. Grunar mig að hér sé á ferðinni mikill bloggari með kraumandi pikkputta. Áfram Ómar!

Engin ummæli: