mánudagur, maí 03, 2004

Ég vil benda áhugasömum á þáttinn "Hack" þar sem pabbi minn leikur fyrrverandi lögreglumann sem er farinn að keyra leigubíl á götum Fíladelfíuborgar. Þar heldur hann gömlu löggutöktunum við og tekur vondu kallana í bakaríið. Ég hef ekki enn komist í gegnum heilan þátt, mér finnst svo absúrt að horfa á hann föður minn í þessu hlutverki.
Nei, án gríns.. Þeir karlar, Símon pabbi og leikarinn bandaríski, David Morse, eru alveg SLÁANDI líkir. Ef ég kynni að setja inn myndir á síðuna myndi ég... líklega ekki gera það fyrr en eftir próf! Þau ykkar sem vita hvernig pabbi er útlítandi er samt bent á þessa síðu, rakið bara skeggið af í huganum. Hinum er boðið í heimsókn milli 22.00 og 23.00 á morgun til að bera stjörnuna augum.. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum!

Engin ummæli: