miðvikudagur, júní 16, 2004

Í dag gerði ég heiðarlega tilraun til að lýsa FarSide brandara gegnum síma. "Sjáðu til, fyrir neðan myndina stendur: Inside a nuclear power plant og það eru fullt af mælum og tökkum, fimm starfsmenn í vinnufötum og með nafnspjöld. Ha? nei bara svona venjuleg nafnspjöld, þú veist, klemmd í brjóstvasann.. Já, einmitt. Á miðju gólfi er svo fuglabúr á standi. Við hliðiná búrinu stendur einn starfsmannanna, nýbúinn að missa alla pappírana sína og baðar út öllum öngum. Fuglinn í búrinu er með þrjú augu. Maðurinn öskrar: Aaaaaaaa! Run everyone! The canary has mutated! Hahaha, finnst þér þetta ekki fyndið? Æ, þú verður eiginlega að sjá hversu skilningssljóir allir eru í framan.. finnst þér heldur ekki fyndin pæling að hafa kanarífugl inní kjarnorkuveri og nota hann til að mæla geislun? Oohh.. Allt í lagi þá!

Smáuglýsing
Faunu- og fiðluballsmyndir bíða eigenda sinna heima hjá mér. Hringið á undan ykkur þegar þið viljið sækja þær.

Engin ummæli: