föstudagur, ágúst 13, 2004

Ég fór í Byko í dag, eins og svo oft áður þessa dagana, en heimsóknin í dag skar sig úr. Er ég var nýgengin inn í málningardeildina heyrði ég að verið var að spila lag með Peaches í hljóðkerfinu..

"Sucking on my titties, cause you wanted.. dadada"
Man ekki textann, en þetta var frekar "opinskátt" lag úr smiðju ferskjunnar knáu, sem var með tónleika í Klink og Bank fyrir stuttu. Ég leit í kringum mig og tók eftir því að, ólíkt því sem ég hafði búist við, kippti sér enginn upp við þetta.
Ég hló upphátt og velti fyrir mér hvenær allir urðu svona líbó.. eða hvort neytendur séu bara svo vanir að hafa bakgrunnstónlist í verslunum að þeir heyri hana ekki?
Ég hallast að seinni skýringunni.

Engin ummæli: