miðvikudagur, október 13, 2004

Bíddu nú við!?
Ég sit heima hjá mér, í internetlausu íbúðinni minni. Tek upp Sex and the City mynddiskana sem Hanna Rut lánaði mér, kveiki á tölvunni og kem mér vel fyrir. DadadaDAa, allt í einu poppar upp gluggi sem segir mér að "a new wireless network has been detected". Náttúrulega klikka ég á bláa internet explorer e-ið.. og voila! INTERNET!!
Internet?! Hér!? Hvað er í gangi?
Ef maður lítur framhjá ólöglega partinum af þessu ævintýri, þá er þetta ótrúlega gleðilegt.
En hver borgar fyrir þetta?
Er mér sama þótt ég sé að stela internetmínútum annarrar manneskju?
Ekki yrði ég sérlega kát ef ég kæmist að því að einhver væri að fara á netið á minn kostnað.
Á maður kannski að púlla fátæka námsmanninn á´etta og gleyma samviskubitinu? Erlent niðurhal hægri vinstri.. Ó, áleitnar spurningar.
Æ, hvern er ég að reyna að plata? Ég get ekki hætt að brosa! Ég er greinilega samviskulaus.
Jæja, Beðmálin bíða.

Engin ummæli: