mánudagur, nóvember 15, 2004

Ég las nokkuð merkilega staðreynd um daginn. Ef konur eru látnar tilgreina kyn sitt áður en þær þreyta stærðfræðipróf, þá gengur þeim mun verr en ef þær fá að leysa prófið "kynlaust". Þetta er rosalegt! Þær voru beðnar um að setja X í réttan kassa: "karl" eða "kona" og þá föttuðu þær að þar sem þær voru konur, þá átti þeim ekki að ganga vel á prófinu.
Sami effektin var prófaður á svörtum Bandaríkjamönnum. Ef þeir voru látnir setja X í kassa til að tilgreina uppruna sinn (african american) þá gekk þeim mun verr á greindarprófi en þeir svertingjar sem þurftu ekki að tilgreina uppruna.
Áhrif staðalímynda er greinilega meiri en mig grunaði.

Svo fór ég á Marianne Faithfull tónleikana um daginn. Hrikalega góðir!

Engin ummæli: