laugardagur, nóvember 27, 2004

Í gærkvöldi, þegar ég var að læra undir próf dagsins í dag, var ég að hlusta á menntaskólastrákana sem stóðu úti á svölum partýhússins á móti. Bæði töluðu þeir óþarflega hátt og svo var gærkvöldið kyrrlátt, svo orðaskil heyrðust greinilega.

"Hún fokking eyðilagði líf mitt.. helvítis tussan, ég drep hana næst þegar ég sé hana!" "Já, fokking hóran maður." "Hún bara hélt fram hjá mér helvítis kuntan!" "Hafiði séð kærustuna hans Gauta?" "Vottþefökk, á GAUTI kærustu?!" "Já maður, geðveik gella." "Já sjitt, ég myndi tak´ana á fokking staðnum ef hún væri hérna!" "Lánaðu mér sígó."
Aldrei heyrði ég þá tala um stelpur í neinum öðrum tón en niðrandi. Vona innilega að þetta hafi verið áhrif áfengisins, en hef illan grun um að sá vökvi hafi ekki verið aðal sökudólgurinn.

Engin ummæli: