föstudagur, apríl 01, 2005

Fyrsti apríl maður.. Vá hvað ég lét gabba mig í dag. Fyrst kokgleypti ég við bumbubúagabbi Margrétar, hringdi í bullandi sæluvímu, meðan hún sat í fyrirlestri, til að óska til hamingju. Úff maður. Svo féll ég fyrir ódýrasta trikki í heimi rétt áðan. Bróðir minn var uppi í stofu og hrópaði "Vóóó, komdu og sjáðu! Fljót!" og ég þaut yfir þröskulda tvo á leið minni til hans. Frekar slöpp. Mér tókst ekki að plata neinn frekar en fyrri ár, og verð nú að viðurkenna að ég er orðin fremur þreytt á þessu ástandi.

K - Kínarúllur. Gæti reyndar verið að þær kallist vorrúllur hér á landi, ég man það ekki. Allavega, ég var að borða þannig áðan. Kínarúllur. Ég hélt að ég væri að gera góð kaup síðasta sumar, þegar ég keypti ísskáp með innbyggðu frystihólfi. Hanna Rut varaði mig við og sagði að svona hólf rétt svo næðu að frysta vatn. Ég hlustaði ekki svo nú hef ég engan stað til að geyma frystivörur. Ef ég ætti frysti myndi ég kaupa kínarúllur, þær eru góðar.

Engin ummæli: