fimmtudagur, apríl 07, 2005

Hanna Rut og Biggi litu við í gærkvöldi. Biggi í 5 mínútur en Hanna stoppaði aðeins lengur. Þegar þau komu upp stigann tók ég eftir því að þau voru bæði hlaðin bögglum og pinklum. "Hvað ertu eiginlega með?" spurði ég Hönnu, því ég sá ekki betur en að hún héldi á raftæki. "Þetta er handa þér!" sögðu þau bæði, skælbrosandi. Svo rétti Biggi mér fjarstýringu og mynd af Elvis (Kóngurinn fær pottþétt að hanga inni á baði!).



Þau skötuhjú voru á 5 vikna ferðalagi um Bandaríkin fyrir stuttu og keyptu sér fullt af DVD diskum. Þar sem tækið þeirra spilar bara evrópska diska ákváðu þau að kaupa sér nýtt tæki úti og gefa mér það gamla!
Ég átti ekki til orð, og skortir þau enn! Þvílíkt og annað eins!

N - Naflasögu aldarinnar heyrði ég í páskafríinu. Þannig var að 16 ára skvísan sem var með mér úti á Ítalíu hafði farið í uppskurð fyrr á árinu. Hún hafði pínu áhyggjur af hvort ummerkin yrði mikil og áberandi, svo þegar hún vaknaði úr svæfingunni leið ekki á löngu þar til hún var farin að grandskoða magann sinn. Allt í einu rak hún upp skaðræðisóp "Ó nei, sjitt! Verður þetta alltaf svona?!!"

Engin ummæli: