fimmtudagur, maí 12, 2005

Ég

  • verð að fara að þrífa tölvuskjáinn minn, en ég kann það ekki.
  • mæli eindregið með bók Yann Martel, Life of Pi.
  • hlakka til að klára prófin. Og svo er bráðum Eurovision!
  • glotti alltaf þegar ég heyri fólk tala á innsoginu.
  • virðist ekki læra af reynslunni, ég er sífellt að reka höfuðið í loftið.
  • hef aldrei fengið frunsu. 7-9-13.
  • held að eitt blóma minna sé við dauðans dyr.
  • er komin með pínu leið á hafragraut.
  • á allt of mikið af Baileys.
  • hlakka híbs mikið til að fá allt útlandafólkið heim í sumar.
  • hlakka til að byrja í vinnunni.
  • er fegin því að draumar mínir hafi ekkert forspárgildi. Um daginn dreymdi mig að ég fengi hríðir í miðju prófi.
  • verð að muna að horfa á Garden State.
  • borðaði enga ávexti í gær.
  • gæti ekki verið heppnari með fjölskyldu.
  • var að lesa dagbókina mína frá því í grunnskóla og gat ekki hætt að hlæja.
  • er með Googletöluna 13.
  • fer undantekningarlaust að gráta í brúðkaupum.
  • er fokkin góð í kotru.

Engin ummæli: