þriðjudagur, júlí 12, 2005

Sjæse hvað ég hef staðið mig illa á þessum vettvangi undanfarið. En þannig er það, engin nettenging - ekkert blogg. Atburðir undanfarinna vikna eru því dæmdir til að líða mér úr minni. Eins gott kannski.
Jeg fejrede dog min fødselsdag på lørdag. Ég verandi fullorðin kona, flogin úr hreiðrinu, vildi ekki halda partý í föðurhúsunum eins og undanfarin ár og þar sem erfitt hefur reynst að halda fjölmenn partý á Hagamelnum ákvað ég að boða fólk til grillteitis í Heiðmörkinni. Veðrið var arfaslakt dagana fyrir og laugardagsspáin lofaði ekki góðu. Áhyggjufullar efasemdarraddir urðu háværar og plan B var sett í viðbragðsstöðu. En mér til mikillar hamingju og gleði voru veðurguðirnir okkur hliðhollir, svo veislan gekk eins og í sögu. Mæting boðsgesta var slöpp (ég kýs að kenna því um hvað fólk er upptekið um helgar á sumrin, hananú) svo afmælisveislan var fámenn. Fámenn en afar góðmenn. Það er svo gaman að leika sér. Kreísí stuð. Fokk já. Hver er til í útileikjakvöld í Hljómskálagarðinum á næstunni?

Engin ummæli: