mánudagur, september 19, 2005

Ég er að fara til New York á morgun! Tilhlökkunin er næstum áþreifanleg. Í dag ætla ég að reyna að venja mig af þeim hvimleiða ósið að segja "fokk" og "sjitt" í tíma og ótíma. Sjitt, það verður fokkin erfitt. Ég er nefnilega nokkuð viss um að hetjur kvikmyndanna grípa mun oftar til þessarra orða en hinn almenni NY borgari og þar sem ég vil ekki líta út fyrir að vera versti dóni og ömurleg low life gella, þá ætla ég að gera mitt allra besta til að tala fallegt mál.

Að öðru. Ég er búin að fá þvottavél! Ég er búin að fá þvottavél! Ég er búin að fá þvottavél!
Ég fékk "gömlu" þvottavél (fimm vetra eintak) Rannveigar og Vignis sem laun fyrir að passa stúlkurnar og hundana. Þetta er gullfallegur Siemens vinnuþjarkur sem sómir sér prýðilega inni á baði hjá mér. Jess. Nú þarf ég aldrei aftur að burðast með þvottatunnuna bæjarhluta á milli og er erfitt að lýsa því hversu glöð ég er að losna við slíkt halløj. Óttari er hinsvegar ekki skemmt og er búinn að spá því að heimsóknum mínum í Brekkuselið muni fækka snarlega. Sjáum til, það er alveg hægt að múta mér með góðum mat ennþá.

Engin ummæli: