mánudagur, október 31, 2005

Ég elska mat, sérstaklega góðan mat. Samt finnst mér óþolandi að þurfa að borða. Eins og núna. Ég er komin á gott lærdómsról, búin að sökkva mér ofan í hyldýpi heimaprófsins í tölfræði, en neyðist svo til að koma upp á yfirborðið til þess að borða. Nú þarf ég að klæða mig í skó, standa upp, fara niður í kaffiteríu Bókhlöðunnar, borða nestið mitt, fara aftur upp á 4. hæð, setjast og koma mér aftur í gírinn. Tímafrekt og leiðinlegt. Hungurverkir schmungurverkir.

Engin ummæli: