laugardagur, nóvember 26, 2005

Ég gleymdi símanum mínum í Hafnarfirði í gærkvöldi og er því búin að vera símalaus í allan dag. Ég skil ekki hvernig ég fór að því að lifa áður en ég fékk gemsa. Ég man engin símanúmer og er því búin að fara asnalega oft á símann.is í dag. Svo finnst mér hrikalega óþægilegt að vita ekki hvort einhver sé að reyna að hafa samband við mig og hef áhyggjur af að ég sé að fá fjöldann allan af spennandi sms-um og geti ekki svarað þeim. Þá halda allir vinir mínir að ég telji mig vera of góða fyrir þá.

Ég býst reyndar fastlega við því að þegar ég svo loks fæ símann aftur í hendurnar séu engin ósvöruð símtöl og engin ný sms. Blendnar tilfinningar munu þá bærast í brjósti mínu.

Engin ummæli: