miðvikudagur, desember 21, 2005

Ég er búin að borða rúma tvo kassa af klementínum frá því ég byrjaði í prófum, er ekki viss um að það sé sérlega hollt.

Ég fer í síðasta prófið klukkan hálf tvö á morgun. Mig langar mjög að vaka í alla nótt og læra - ég þarf þess ekki, en þetta er síðasti séns að gera slíkt fyrir áramót. Það væri mjög viðeigandi að minnast allra alnáttunganna sem ég hef púllað á þessu ári. Viðeigandi, en hrikalega ópraktískt.

Mamma kom í heimsókn áðan með poka fullan af matvörum og klementínukassa (jæks). Ég held að hún hafi áhyggjur af því að ég borði ekki nóg. Hah!

Ég er með White Stripes útgáfuna af Dolly Parton laginu Jolene á heilanum (mikið er þetta stirð setning). Textinn er svo flottur og Jack syngur þetta af svo mikilli örvæntingu.

He talks about you in his sleep.
There’s nothing I can do to keep
from crying when he calls your name, Jolene.
Æ, ég er farin að sofa.

Engin ummæli: