föstudagur, desember 23, 2005

Hólí kanólí. Ég skaust úr vinnunni í hádeginu og fór til ömmu í skötuveislu. Núna fitja allir viðskiptavinirnir upp á nefið um leið og þeir stiga inn. Áðan var ég spurð hvort ég væri frá Ísafirði, en skatan ku vera einkar kæst þar fyrir norðan. Ég finn enga lykt af mér, hlýt að vera orðin samdauna. Ansans, ég ætlaði að fara á kaffihús beint eftir vinnu, en held ég verði að endurskoða það og fara fyrst heim í sturtu. Það gengur jú ekki að faðma fólk svona lyktandi.

Engin ummæli: