fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Aaaaah (stuna)

Ég var að klára að taka til í iTunes áðan, en óreiðan þar hefur lengi valdið mér miklu hugarangri. Ég tók öll Bítlalögin í gegn (sem var heljarinnar verk), hlustaði á öll hin lögin sem voru merkt [Track X] eða [Unknown] og gúglaði textabrotum til að geta skrifað inn heiti lags og plötu og flytjanda. Aaaaah. Svo samræmdi ég tónlistarstefnu hvers flytjanda (hverjum datt í hug að merkja 50 Cent sem Metal?) og lagaði hástafi og lágstafi. Mér líður svo vel núna. Aaaaah.

Það eru reyndar tvö lög eftir sem ég veit ekkert um. Annað er íslenskt, og leit á Google skilar engum árangri. Hitt er á ensku, en söngkonan syngur svo óskýrt að ég veit ekki að hverju ég ætti að leita.

Hluti af íslenska laginu er svona:

Hér brennur inní mér / allt brennur inní mér / Celsíus og Fahrenheit / hitinn færist næhær / ef hann bleh blehehe / bráðum fæ ég nóg! / (Aaaaaa) Ég brenni nærri (?) mér!

og svo

Útvarpsmiðill, (e-ð e-ð) staðreyndir / en gefur mér markmið / blekking í huga mér / engin sól og engin angist gæti breytt - gæti grætt - gæti gefið nýja von!
Klassi! Þetta hljómar mjög 1980 og e-ð, og það er kall sem syngur. Ég veit ekki hvar ég fékk þetta, og veit ekki hið minnsta um íslensk dægurlög eða hljómsveitir frá þessu tímabili. Öll hjálp vel þegin! Ég brenni nær mér?!

...

Ókei, BOMBA! Ég lét Begga félaga minn hlusta á lagið, akkúrat í þessu, og áður en karlinn byrjaði að syngja sagði hann "Jááh, þetta er Ég brenn innan í mér með Todmobile!"

Það hlaut eitthvað að vera.. "Ég brenni nærri mér" er voðalega slappt. Slappt og rangt. "Ég brenn innan í mér" er allt annar handleggur. Ég ætla að fara að láta athuga heyrnina hjá mér.

Ooh, þá er það bara enska, óskýra lagið. Beggi hefur ekki hugmynd um hvaða lag það er. Leímó.

Engin ummæli: