mánudagur, febrúar 13, 2006

Í einhverjum Friends-þætti var atriði þar sem Joey tók til í ísskápnum hjá sér og Chandler. Hann flokkaði innihaldið í tvær hillur, útrunnið í neðri og það sem var enn í góðu lagi fór í þá efri. Neðri hillan var troðin en í efri hillunni var bara eitt epli. Mín tiltekt í dag var ekki ósvipuð. Ég henti öllu nema sultukrukku, parmesan osti, appelsínu og lauk. Maturinn sem þurfti að henda fyllti hálfan ruslapoka, en hefði fyllt heilan hefði ég ekki brotið mjólkurfernurnar fallega saman. Það veit ekki á gott þegar manni er farið að svipa til Joey Tribbiani.

Engin ummæli: