laugardagur, mars 11, 2006

Ég er ekki búin að sjá Capote, en hef heyrt að hún sé góð. Philip Seymour Hoffman hefur heldur aldrei valdið mér vonbrigðum svo sú staðreynd að hann leikur aðalhlutverkið er nóg til að gera myndina aðlaðandi í mínum augum (ekki það að Óskarinn skemmi fyrir).

Þráinn Bertelsson fór að sjá Capote síðasta mánudagskvöld. Hann minnist á bíóferðina í dagbókarpistli sínum í Fréttablaðinu í dag. Hann skrifar að hann hafi komist að því að Harper Lee, höfundur To Kill a Mockingbird, hafi verið aðstoðarkona Capotes við gagnasöfnun og rannsóknarvinnu þegar hann vann að bókinni In Cold Blood.

Eins asnalega og það hljómar, þá varð ég pínu upp með mér að lesa að Þráinn hafi ekki vitað þetta áður en hann sá myndina. Bæði vissi ég þetta og líka að Harper Lee og Truman Capote voru æskuvinir Einn karakterinn úr Mockingbird, Dill - besti vinur systkinanna, er meira að segja byggður á persónu Capote. Það var Dill sem hafði frumkvæði af því að reyna að láta Boo Radley koma fram í dagsljósið, muniði?
Í bókinni lýsir Scout honum á þennan hátt:

Dill was a curiosity. He wore blue linen shorts that buttoned to his shirt, his hair was snow white and stuck to his head like duckfluff; he was a year my senior but I towered over him. As he told us the old tale [hann er að segja þeim frá Drakúla] his blue eyes would lighten and darken; his laugh was sudden and happy; he habitually pulled at a cowlick in the center of his forehead.
Það er undarlegt hversu skemmtilegt mér þykir að vera fróðari en Þráinn Bertelsson um svona trivia.

Engin ummæli: