þriðjudagur, apríl 11, 2006

Ég vildi óska að snooze-tími símans míns væri styttri. Það líða heilar tíu mínútur á milli þess að ég ýti á takkann þar til að síminn hljóðar á ný. Í gamla símanum mínum liðu bara sjö mínútur á milli og það hentaði mér miklu betur. Ef ég snúsa þrisvar (sem gerist oft) þá er strax liðinn heill hálftími (Heill hálftími? Ákvað að láta þetta standa. Hálfur hálftími er þá kortér, eða hvað?).

Ég vildi að það væri hægt að stilla hversu langur tími líður á milli hringinga. Þá myndi ég láta liða sex mínútur á milli. Reyndar gæti ég auðvitað hætt að kvarta og stillt vekjaraklukkuna fyrr þannig að ég hefði tíma til að snúsa þrisvar (eða fjórum-fimm sinnum ef sá gállinn væri á mér)... en það er ekki það sama!

Snooze/snús er annars asnalegt orð. Síminn minn kallar þetta blund, tilkynnir mér að hann sé "stilltur á blund" og að nú hafi ég "slökkt á blundi". Það er kjúttlegt.

Engin ummæli: