mánudagur, maí 29, 2006

Nú ætla ég ekki að drekkja blogginu í hvalaskoðunarsögum, en þessi verður að fá að fljóta með:

Ég var úti á sjó ásamt Carrie og Big!
Hvað gerir maður þegar kærustunni langar að sjá hvali en þið hafið ekki tíma til að fara í þriggja tíma hvalaskoðunarferð? Jú, þú leigir snekkju og tvo áhafnarmeðlimi og segir þeim að finna hvali á tveimur tímum.

Þau voru frá New York. Hann var hávaxinn, dökkhærður og myndarlegur... og hét meira að segja John, rétt eins og Big. Hún var sæt og grönn, í Dior kápu með Prada sólgleraugu og stóra Kate Spade tösku undir arminn. Hann staðgreiddi, að sjálfsögðu. Þau voru samt mjög almennileg. Ég óttaðist fyrst að þau væru með snobbgenið í sér, en svo reyndist ekki vera. Hann sagðist vera investment banker og vinna í veitingahúsageiranum, þ.e. við að ráðleggja fyrirtækjum og stofnunum hvenær hentugt sé að fjárfesta í fyrirtækjum í veitingageiranum, eins og Starbucks og McDonalds og þannig. Ég spurði hann hvort líklegt væri að Starbucks myndi opna á Íslandi og taldi hann slíkt óhugsandi. Það borgar sig hvorki hér né á hinum Norðurlöndunum. Svo sögðu þau að þau hefðu farið á KFC í gær og að það væri ekki gott hér á landi. Þá veit maður það.

Hann gaf okkur tips í lok ferðarinnar, heilan 5000 kall! Mér hefur reyndar alltaf þótt tips fyrirkomulagið frekar glatað, bæði þegar búist er við því að ég tipsi og sérstaklega þegar ég er sú sem fæ þjórféð... ég legg þó ýmislegt á mig fyrir fimmþúsund kall.

Svo er gaman að segja frá því að daginn eftir að skrifaði síðustu færslu var sett hljóðkerfi í litlu. Ég er friggin' flott leiðsögupía.

Engin ummæli: