mánudagur, september 18, 2006

Liðnir eru 69 dagar frá því ég vaknaði við söng og hlýja strauma. Ætli það sé ekki kominn tími til að taka upp þráðinn.
Ekki var þetta nú plönuð pása. Í ágúst vann ég bara mjög mikið, var alltaf úti á sjó og fór því afar sjaldan á netið. Ég get ekki sagt að það hafi lítið fengið á mig, stundum leið mér eins og ég var að missa af öllu, en netleysið vandist. Það var helst óþægilegt að geta ekki tjékkað á póstinum reglulega. Ég saknaði þess nú ekki að blogga, en tók eftir því hvað ég er samt stillt inn á það að vera bloggari. Eða þú veist... ef ég var að gera eitthvað skemmtilegt eða óvenjulegt eða ef ég lenti í fyndnu atviki, þá leiddi ég yfirleitt hugann að því hvernig ég gæti bloggað um það.
Nú er ég hinsvegar komin í land og er hætt að skoða hvali. Í staðin er ég búin að fá mér nettengingu á Hagamelinn og get því tjékkað á póstinum, bloggað, hangið á msn og skoðað klám allan sólarhringinn.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá mikið var! TIL HAMNINGJU netstelpa :)

Nafnlaus sagði...

Hvað varð um öll kommentin??

Nafnlaus sagði...

Jeeessssss!
Dagbjört