sunnudagur, október 08, 2006

Ég eyði (óvart) fáránlega miklum peningum í föt. Er í uppnámi yfir flónsku minni þegar ég kem heim. Hlamma mér fyrir framan tölvuna og forðast að líta á innkaupapokana. Sé að einkunnirnar úr prófi gærdagsins eru komnar á netið, kyngi munnvatni og opna skjalið. Fæ staðfestingu á því að ég er best í heimi, set hendur upp í loft og dansa sigurdansinn. Er hætt að vera með samviskubit yfir óhóflegri eyðslu - ég á það skilið.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég vil sjá myndband af sigurdansinum. Ég held að hann sé mjög fyndinn.

Mokki litli sagði...

Ég held að hann sé svipaður bangsadansinum mínum, og það þýðir að hann sé mjög fyndinn.

Una sagði...

Jesss til hamingju

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með það, en hvað er það að fá einkunnir daginn eftir próf? Ekki bý ég við slíkan lúxus.
Dagbjört

Ásdís Eir sagði...

Nei, þetta kom mér í opna skjöldu.
Kennarinn býr ábyggilega yfir ofurkröftum or sömþinn.