mánudagur, október 30, 2006

Mig langar svo að faðma fólkið sem er með hálsbólgu og hása krúttrödd. Einn kennarinn var hás í dag og ég meðtók lítið af því sem hann sagði vegna þess að ég var upptekin af því hvernig hann sagði það. Það er svo sætt þegar röddin afmyndast og brotnar og fólk þarf að hafa fyrir því að koma út úr sér orðunum. Þegar ég gifti mig ætla ég að reyna að sjá til þess að maðurinn minn verði alltaf hás. Hás þar til dauðinn oss aðskilur.

(Úúú!) Talandi um dauðann...

Ég var hársbreidd frá því að lenda í árekstri áðan. Ég var að hjóla heim á leið þegar blár bíll kom æðandi niður Hofsvallagötuna og tók hægri beygju inn á Hringbrautina, einmitt þegar ég var að hjóla yfir gangbrautina í átt að heimili mínu. Ég snarhemlaði, afturdekkið skransaði í sveig og alles, og bíllinn straukst við framdekkið. Bílstjórinn tók hinsvegar ekki eftir neinu. Allavega hægði hann hvorki á sér né stoppaði. Úff.

Engin ummæli: