mánudagur, mars 26, 2007

Loksins!

Ég er með tracker sem skrásetur heljarinnar býsn af upplýsingum um lesendur þessarar síðu. Meðal annars get ég séð hvaða orð leiða til þess að gúglarar rambi hingað inn. Hingað til hafa bara óspennandi orð eins og stjörnuskoðun, liðþófi, dánartilkynningar, læknaneminn, svifdiskur og öndunarbylgja lokkað fólk í klístrað net mitt... en í dag dró loks til tíðinda.

Danskt klám, dömur mínar og herrar. D-a-n-s-k-t klám.

Ég er ótrúlega sátt.

Engin ummæli: