mánudagur, desember 03, 2007

Prófatíð er bloggtíð

Það er svo kjánalegt þegar maður hugsar með sér "Ég ætti líklega ekki að gera þetta, þetta endar örugglega illa" en gerir hlutinn samt. Það bregst ekki að þá enda hlutirnir illa. Maður á að fylgja innsæinu, það er lexía dagsins.

Ég var nýkomin út af klósettinu á Þjóbó og stóð í milliganginum þegar ég tók eftir því að hægri skálmin hafði beyglast upp og krumpast. "Ég gæti beygt mig niður og lagað þetta snögglega, en mikið væri það samt týpískt ef einhver opnar hurðina akkúrat á því augnabliki sem ég beygi mig og ég fæ hana beint í hausinn. Ég ætti líklega ekki að beygja mig niður, allavega ekki akkúrat hér á þessum stað!"

Ég fylgdi ekki innsæinu heldur beygði mig örsnöggt niður til að laga skálmina og fékk að sjálfsögðu högg beint í fésið þegar eldri kona opnaði hurðina með offorsi.

Engin ummæli: