Ég á mikið eftir ógert áður en við leggjum af stað í ferðalagið, en það sem ég hef mestar áhyggjur af er að missa af lokaþætti Forbrydelsen. Ég verð að vita hver framdi glæpinn!
Við Una vorum að pæla í að horfa á "live" útsendingu á ruv.is næsta þriðjudag þegar þátturinn verður endursýndur, en komumst svo að því að erlent efni er ekki sýnt á netinu. Það er kannski eins gott því þá hefðum við þurft að vakna fyrir allar aldir og treysta á bandvídd hostel-tölvunnar. Hefði samt verið stemmari.
Ég neyðist þá til að hlaða þættinum niður ólöglega. Mér er sama, glæpir borga sig þegar kemur að Glæpnum.
miðvikudagur, febrúar 27, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli