fimmtudagur, mars 20, 2008

Eins og Anna segir fra a asiuflakkinu, tha forum vid ad Kinamurnum med John, nyja kinverska vini okkar og einkabilstjora. Hann keyrdi okkur til Mutianyu sem er ekki eins "thekktur" stadur og Badaling, thar sem flestir turistar fara til ad skoda murinn. Mutianyu er i tveggja tima fjarlaegd fra midborg Peking (og tha er madur ekki enn kominn ut fyrir borgina, sem gefur agaetis visbendingu um staerd hennar) svo vid hofdum naegan tima til ad spjalla vid hann, baedi a leidinni thangad og heim. Thad er ekki oft sem manni gefst svona mikill tima til ad spjalla vid infaedda, svo vid nyttum taekifaerid i botn.

Mer fannst hann mjog jakvaedur og bjartsynn madur, hann John. Hann var stoltur af Kina og anaegdur med stjornvold. "Thad er allt a hradri uppleid her i Kina", sagdi hann stoltur og gerdi bendingar ut i loftid sem atti ad takna framfarirnar. "Astandid i Japan er betra nuna, en medan framfarirnar hja theim eru svona (teiknar skahallandi linu ut i loftid) eru framfarirnar her hja okkur mun hradari (teiknar nyja linu nanast lodretta)". Hann sagdist buast vid thvi ad Kina yrdi bratt radandi heimsveldi og grinadist med ad thad vaeri gott ad hann vaeri ad kenna okkur nokkur ord i kinversku, thvi i framtidinni gaetum vid notad thau um allan heim.

Tho svo ad thessi framtidarsyn hans hafi kannski verid fullbjartsyn, tha fannst mer gaman ad sja hvad hann var jakvaedur. I hans heimi var allt haegt, engin takmork voru til stadar svo lengi sem madur legdi hart ad ser og vaeri tilbuinn ad hafa fyrir hlutunum. Hann a 7 ara dottur sem er byrjud ad laera ensku i skolanum sinum, og hann sagdi ad hann reyndi eins og hann gaeti ad hvetja hana til ad leggja hart ad ser vid namid. "Henni standa allar dyr opnar, Kina er ad breytast svo hratt. Hver veit, thegar hun verdur eldri og eg gamall madur tha verdur hun kannski svo vel staed ad hun getur gefid pabba sinum thyrlu", hlo hann.

Adur en hann byrjadi i turistabransanum var hann leigubilstjori i Peking, og eg imynda mer ad hann hafi fengid leid a thvi, farid a enskunamskeid og faert ut kviarnar i framhaldinu. Hann var mjog anaegdur med vinnuna sina, fannst frodlegt ad hitta nytt folk a hverjum degi, allra thjoda kvikindi, og laera um fjarlaega stadi. Vid vorum fyrstu kunnarnir hans fra Islandi og hann hafdi mikinn ahuga a landinu okkar. "Eg aetla ad segja dottur minni fra ykkur svo hun sjai hvad madur geti hitt skemmtilegt folk thegar madur kann ensku".

Hann hafdi nylega fest kaup a ibud og sagdi okkur gladur fra henni. Hun er 125 fermetrar ad staerd, og i henni byr oll fjolskyldan; John asamt konu sinni og dottur theirra... og svo foreldrar John's lika. 125 fermetrar hlytur ad teljast mjog mikid her, thvi hann ljomadi af stolti i hvert sinn sem hann nefndi fermetratoluna (sem var osjaldan). Billinn hans var tveggja ara, svort Honda Sonata sem hann var ekki minna anaegdur med. Hann var alls ekki montinn eda sjalfumgladur, bara otrulega anaegdur med hversu vel honum hafdi tekist ad koma ser fyrir. Hann var god fyrirvinna, gat sed um alla tha sem treystu a hann, og thad gerdi hann gladan.


Mer fannst mjog frodlegt ad raeda vid hann og vona ad taekifaerin verdi sem flest til ad kynnast ibuum landana sem vid erum ad heimsaekja.

Her erum vid fyrir framan Eggid, thjodleikhusid i Peking. John vildi olmur ad vid taekjum hopmynd svo hann gaeti synt konu sinni og dottur fyrstu islensku vidskiptavinina.

Engin ummæli: