föstudagur, febrúar 27, 2004

Ég er búin "að taka jarðýtuna á ´etta" síðustu daga, búin að fresta ýmsum verkum, bæði viljandi og óviljandi.. og um helgina þarf ég aldeilis að súpa seyðið af því. Jarðýtustöntið byrjaði síðasta fimmtudag þegar ég var veik.. þá átti ég að fara í íslenskupróf og daginn eftir var svo jarðfræðipróf sem ég þurfti líka að sleppa. Ég er reyndar búin að taka íslenskuprófið núna, en Guðbjartur var veikur í dag þannig að jarðfræðin frestast yfir á mánudag. Svo er ég bara ekkert byrjuð að spá í Fiðluballskjól.. á engan, þannig að ég hugsa að ég leigi bara dress. Er samt alveg á síðasta snúning, svo kannski endar það á því að ég fari bara í tóga.. meyjar Menntaskólans eru kannski löngu búnar að tæma kjólaleigur landsins. Kemur í ljós.. spennan magnast. Ég gæti haldið áfram að telja upp ókláruð verk, en hef nú lúmskan grun um að það sé frekar leiðinlegt aflestrar.. ef forvitnin ætlar þig að drepa slærðu bara á þráðinn.
Svo held ég að afslappelsi + Íþróttaráðsdjamm sé málið í kvöld..

Engin ummæli: