miðvikudagur, apríl 28, 2004

Gegnum tíðina hef ég haft veður af mörgum mismunandi "prófhefðum" hjá fólki. Sumir eru með lukkudýr eða lukkupening í pennaveskinu meðan próf er þreytt, aðrir alltaf í sömu sokkum þegar lesið er undir próf. Einnig veit ég um strák sem er alltaf í sama bolnum í próftímabilinu til að viskan festist í svitalyktinni. Aldrei hef ég átt mér svona skemmtilega prófhefð. Ég gerði heiðarlega tilraun í tíunda bekk, meðan ég þreytti samræmdu prófin. Var ég þá einu sinni með litla plastönd í pennaveskinu, litla karlkyns blesönd. Hún var voða sæt, en ég týndi henni samdægurs.

Ég gerðist heimilisleg í dag, og labbaði út í verslunina Þingholt á inniskónum.

Engin ummæli: