miðvikudagur, október 06, 2004

Mér finnst svo skemmtilegt að hugsa til þess, að litblindir einstaklingar skuli halda að allir aðrir skynji heiminn eins og þeir. Þeir vita ekkert að þeir eru litblindir fyrr en það er greint með sérstaku litblinduprófi. Fram að þeim tíma halda þeir bara að innanhúsarkitektinn hafi verið á sýrutrippi þegar hann lagði til að hafa stofuvegginn í þessum lit. Þeir sem vita ekki af litblindu sinni kalla samt grænt fyrir grænt, þó svo að það sem þeir sjá og skynja er meiri brúnleitur tónn. Pældu í því ef þú værir litblind(ur) og að sá heimur sem þú værir vön/vanur að sjá væri bara vitleysa.
En ef enginn sér heiminn eins? Ef litur sem ég skynja sem rauðbleikan er rauðbrúnn í þínum augum, og kannski eldrauður í augum einhvers annars? Kannski værum við öll búin að læra (þegar við vorum lítil og sæt) að þegar við sæjum þennan lit ættum við að vitna til hans sem póstkassarauðan, og því myndum við bara gera það.. jafnvel þó að við værum ekki að skynja sama litinn!
Ahh, þetta var fínt.. ég ætla að snúa mér aftur að tölfræðinni. Helvítis próf alltaf!

Engin ummæli: