þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Yndislega veður!
Ég átti mjög ánægjulegt móment áðan. Nýbúin að láta batterý í geislaspilarann, stóru heyrnatólin á sínum stað.. The White Stripes hömuðust á hljóðhimnum mínum. Stóð úti á miðju túni með ekkert nema hvítt í kringum mig - sá varla glitta í bókhlöðuna, þó að hún væri nokkrum metrum framundan. Gat ekki gert annað í stöðunni en að góla með þeim Jack og Meg og arka áfram. Brilljant.

Þessi síðan lítur mjööög vel út í Firefox. Hlekkirnir hér til hægri eru eitthvað svo penir.

Engin ummæli: