miðvikudagur, desember 15, 2004

Eitt niður - eitt til að taka með, takk.
Ég á eitt próf eftir.. sumsé helming jólaprófa minna. Ljúfa líf. Annars er ég farin að halda að jólaprófageðveikin sem einkenndi MR henti mér betur en þetta fyrirkomulag. Þegar ég hef of mikinn tíma að læra fyrir hvert próf, þá fer ég að gera allskyns vitleysu. Sjaldan hefur verið eins hreint í eldhúsinu mínu og nú, og Solitaire kapallinn hefur aldrei verið spilaður jafn oft. Ég er meira að segja búin að setja vinningsstigin mín upp í myndrit í Excel - að teknu tilliti til sekúndna og bónusstiga. Annars er Solitaire asnalegur heppniskapall.
Ég er að springa úr jólatilhlökkun. Heimkoma vina bætir slatta af spennu ofan á hina hefðbundnu tilhlökkun. Ó, hvað þetta verður yndislegt frí.

Engin ummæli: