miðvikudagur, desember 08, 2004

Ó, hvað lífið er einfalt þegar maður er á bíl!
Karl faðir minn er þessa stundina staddur í Færeyjum, og því fékk ég The Magnificent Saab lánaðan. Els-els-els-els-Elsk´ann! Áðan þurfti ég að fara til læknis, og það tók mig einungis tæpar sjö mínútur að komast frá útidyrahurðinni að biðstofu doktors. Hefði ég þurft að taka strætó hefði þessi sami túr tekið rúman hálftíma.
Á morgun, eftir fyrsta jólaprófið, er planið að taka Herra Saab í smá udflugt. Við ætlum að fara í bæinn að tjékka á jólaskrauti. Ætlun mín er að kaupa vandað, fallegt skraut - ekkert drasl - svo ég geti dregið það uppúr jólaskrautskössunum þegar ég verð sjötug og sagt við barnabörnin "Sjáið, englarnir mínir. Þetta skraut keypti amma ykkar þegar hún var tvítug og ekki með brjóst niður á nafla."
Ég hlakka til.

Engin ummæli: