mánudagur, janúar 10, 2005

Ég ýtti á "Next Blog" takkan hér að ofan og lenti á bloggi bandarískrar stelpu sem er að blogga um tíðahring sinn. Allt er skráð niður af mikilli nákvæmni, og þessa dagana hefur hún áhyggjur af því að hún er tveimur dögum of sein. "But I guess I shouldn´t panic, because I haven´t had sex for three months." Klár stelpa.

Ég þarf að fara að gera eitthvað af viti, annars visna ég og dey. Mig langar ekki að vera í jólafríi lengur! Leyfið mér að fara aftur í skólann! Á morgun ætla ég að fara í Bóksölu Stúdenta og kaupa eitthvað af skólabókum vorannar (bless bless 19.840 kr.) og byrja að lesa.. allavega eitthvað í skemmtilegustu köflunum.
Annars verður líklega meira fútt í morgundeginum heldur en undangengnum dögum. Ég er að fara með hestana mína tvo til dýralæknis til að láta taka hlandstein úr þvagrásinni.. sem ku vera frekar sárt.

Engin ummæli: