sunnudagur, júlí 24, 2005

Kónguló, kónguló...




Ég brá mér út úr bænum um helgina, og í kvöld tóku herskarar kóngulóa á móti mér við heimkomu. Það fyrsta sem ég gerði var að ganga beint inn í stóran vef sem einhver áttfætlan hafði spunnið milli veggjar, hægindastóls og borðstofuborðsins. Ég þurfti að henda fjórum kóngulóm út um eldhúsgluggann (ég fæ alltaf svo mikið samviskubit þegar ég beiti klósettaðferðinni) og tína eina dauða upp af gólfinu. Þetta er nú samt farið að verða skerísjitt. Afhverju er svona mikið af þessum kvikindum hérna? Um daginn lá ég lengi í svefnrofanum veltandi því fyrir mér hvað væri eiginlega að kitla upphandlegginn minn. Þegar ég loks fattaði að opna augun blöstu við mér átta fagrir leggir og gripklær tvær. Kannski ég fari að beita meiri hörku í þessu stríði?

Engin ummæli: