sunnudagur, júlí 17, 2005

Mér líður eins og litlu barni á jólunum, ég er með svo margar sælububblur í maganum! Miðasöluaðstaðan okkar morfaðist inn í nýja vídd í gær - nýja vídd með tveimur herbergjum, klósetti og vaski, kaffivél og huggulega aðstöðu fyrir starfsfólk og túrista. Bless að eilífu litli skúr. Í gær settum við upp tölvur og ég tengdi internetið, svo nú sit ég á nýjum stól, í nýju húsi (húsi nota bene, ekki skúr) og drekk kaffi úr nýju kaffivélinni (með mjólk úr fernu sem er geymd í nýja ísskápnum) meðan ég blogga. Awesome.
"Í gamla daga" skapaðist neyðarástand í hver sinn sem maður þurfti að pissa. Ég reyndi alltaf eins og ég gat að halda í mér þar til báturinn kom í land (klukkan tólf og þrjú) en stundum þurfti ég að leita á náðir stálsmiðjunnar Altaks eða Hamborgarabúllunnar. Mér fannst svo óþægilegt að biðja um að fá að fara á annarra manna klósett mörgum sinnum í viku að ég var farin að sleppa því að drekka vökva á daginn. Afar skemmandi. Í gær þegar nýja húsið var tekið í notkun drakk ég ýkt mikið af vatni, bara svo ég gæti nýtt mér hina frábæru klósettaðstöðu til hins ýtrasta. Ég fór sex sinnum.
Nú get ég boðið túristum uppá kaffi og meððí meðan þeir bíða eftir bátnum. Við erum með borð og stóla og áhugaverðar bækur, kertaljós og kósýsmósý. Ég vona innilega að Indverjarnir sex koma aftur á næstunni.
Þessi nýja aðstöðuvídd hefur væntanlega í för með sér aukna tíðni bloggfærslna. Held ég.

Engin ummæli: