mánudagur, september 12, 2005

Ég er flutt í Hafnarfjörðinn. Hér mun ég vera næstu daga meðan ég lít eftir þremur hvolpum, einni tík og tveimur stúlkum. Mig grunar nú að hundarnir séu meiri munnbiti en stelpurnar. Óbókstaflega. Þeir eru samt algjörar dúllur. Afar líflegar og ærslafullar dúllur reyndar, sem kúka og pissa innandyra. Kjánaprik.


Ég reyndi að ná myndir af þeim öllum í einu, en gafst svo upp. Geri aðra atlögu á morgun.
Nú þarf ég að setja mig í stellingar húsmóður; fara í Fjarðarkaup, elda kvöldmat og þrífa kúk af gólfinu. Þetta verða skemmtilegir dagar.
Mér skilst að hundarnir stelist uppí á nóttunni og ég vona að það sé rétt, þá verður mér bæði hlýtt í hjartanu og á tánum. Úbbs, nú er einn af svörtu hvolpunum farinn að naga skóna mína... æ, en sætt.

Engin ummæli: