miðvikudagur, september 07, 2005

Síðustu þrjá daga hef ég verið með tak í hálsinum hægra meginn, mér til mikils ama. Í gær fór ég í mat til mömmu og pabba (spakk og haggettí, delisjöss) og fékk ýmis góð ráð til að losna við óþægindin. Pabbi vildi að við létum renna í pottinn, en svo nennti enginn að þrífa hann þegar til kastanna kom. Mamma dró þá forláta ullarkraga úr skápnum og skipaði mér að sofa með hann. Svo benti hún mér líka á kínverska nuddtækið sem þau skötuhjúin fengu í jólagjöf síðast: Aokewei Family Doctor AK-2000-II Low Frequency Therapeutic Equipment. Þetta er silfurgrátt tæki með tökkum og fíneríi, styrkleikastilli og afar traustvekjandi merkingum; hammering, acupuncture, naprapathy, cupping, scraping og massage.
Ég lagðist upp í gamla rúmið mitt, límdi The Long Lasting Electrode Pads á hálsinn og stillti nuddið á lægsta styrk; ekkert gerðist. Svo hækkaði ég styrkinn örlítið og BZZZ - nuddið hófst. Ó já. Í (illskiljanlegu) handbókinni stendur:

"Based on the feeling of pulling, retaining and twisting of the acupuncture to get the qi, forming the low-frequency stimulation, restraining the sympathetic nerve, expanding the blood cell, promoting the blood circulation, enhancing the engulf function and the body´s tissue, thus relieving the inflammation and swelling. In addition, the impulse current, which is distributed based on certain rhythm, stimulates the nerve´s muscle, bringing the muscle to shrink and expand, generating the movement effect. This can alleviate the fatigue and treat the injury of surrounding nerve and Paralysis."
Ókei, talandi um að veita villandi upplýsingar! Bringing the muscle to shrink and expand, generating the movement effect. The movement effect?! Hálsvöðvarnir hægra megin HERPTUST saman, trekk í trekk, og handleggurinn þeyttist upp í loft í hvert sinn! Ég hristist svo mikið, bæði vegna rafnudds og hláturs, að það var ómögulegt að slökkva á tækinu. Aokewei Family Doctor fékk því að þjösnast á hálsi mínum í heilar sextán mínútur þar til mér tókst að rífa elektróðurnar af hálsinum. Sjæse. Nú sit ég með ullarkraga um hálsinn og les nýju skólabækurnar með tíu sinnum verri hálsríg en í gær.

Engin ummæli: