miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Til að neyða sjálfa mig til að hreyfa mig meira er ég búin að búa til reglu: Það er með öllu óheimilt að fara í sturtu án þess að vera sveitt.

Algerlega skothellt.

Uppfært 1. desember, 19:55
Nú er hárið mitt skítugt. Eða þannig. Það er allavega orðið það skítugt að ég myndi ekki fara út úr húsi á morgun án þess að fara í sturtu fyrst (kannski myndi ég skjótast út í Melabúð, en þá líklega með húfu á hausnum). Oooog, viti menn, ég er að fara í blak á eftir! B-r-i-l-l-j-a-n-t regla.

Engin ummæli: