mánudagur, mars 06, 2006

Ég er alvarlega að gæla við að fara á Hróarskeldu í sumar.

Roger Waters ætlar að flytja Dark Side of the Moon!!!*

Annað sem togar er Josh Rouse, Under byen, Sigur Rós auðvitað, Morrissey og Franz Ferdinand. Svo eru fullt af orðrómum í gangi - Radiohead, Bob Dylan, Depeche Mode og The Strokes til dæmis... Svei mér þá, ég held að ég skelli mér. Er einhver í sömu hugleiðingum?

* það er nú ekki oft sem þrjú upphrópunarmerki í röð eiga rétt á sér. Roger Waters og Dark Side of the Moon - læf - á samt skilið fleiri ef eitthvað er, ég vildi bara ekki ofbjóða lesendum.

Engin ummæli: