föstudagur, september 29, 2006

"Djöfull var fólk ekki að kveikja á því að slökkva!"

Ég fór upp í Öskjuhlíð og beið spennt eftir myrkvuninni. Hélt í barnslegri einfeldni að myrkrið myndi hellast yfir borgina nokkrum mínútum yfir tíu, en svo var ekki. Það var reyndar magnað að "sjá" Seltjarnarnesið, en það myrkvaðist allt á sama augnabliki nánast. Gó Nes! Aðrir staðir voru öllu bjartari. Nýbýlavegurinn var nánast flóðlýstur og greinilegt að verslunar- og fyrirtækjaeigendur á því svæði hafi ekki vitað af þessu. Það kom mér faktiskt illa á óvart hversu mörg fyrirtæki voru upplýst. Og opinberar byggingar. Ég hélt eiginlega að stemningin fyrir þessu væri meiri. Æ, fólk getur verið svo miklir félagsskítar! Leiðinlegast fannst mér þó að ekki var slökkt á kösturunum á Háskólabíó fyrr en tuttugu mínútur yfir tíu. Maður hefði nú haldið að skipuleggjendur kvikmyndahátíðarinnar hefðu séð sóma sinn í að taka þátt, enda var þessi gjörningur allur opnunaratriði RIFF.

Frábær hugmynd samt. Ég vona að reynt verði aftur að ári og að fleiri taki þátt þá.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað með BSÍ!!!

Mokki litli sagði...

Félag íslenskra öfugugga var búið að plana að vera með hópreið á Austurvelli sem þurfti að aflýsa vegna of mikillar birtu.

Ásdís Eir sagði...

Hahaha, þú ert fyndin.

Og BSÍ!! Dónt gett mí started sko... setningar kvöldsins voru án efa: "Bíddu, fer þetta eitthvað í taugarnar á þér eða?!" og "HVAÐA Ásdís ert þú eiginlega???"

Nafnlaus sagði...

Algjörlega sammála þér ásdís! Ég hélt að það yrði miklu meira myrkur en raun bara vitni! Ártúnsbrekkan var t.d. bara flóðlýst lá við! Svindl!
Við förum bara á næsta ári og kippum þessu öllu úr sambandi ;) hehe...
Ég hefði samt viljað komast uppá öskjuhlíðina!! ég hætti við þegar ég sá fram á að það myndi taka mig allt kvöldið bara að komast þangað.... --> CRAZY umferð á bústaðaveginum við öskjuhlíðina..

Ólafur Kári sagði...

Ég stóð nú bara nakinn út á túni í kópavoginum góða og veifaði stóru vasaljósi og hló að ykkur hinum!

Ásdís Eir sagði...

Það var þér líkt.