miðvikudagur, september 27, 2006

Í nótt dreymdi mig ofsalega margslunginn og spennandi draum. Söguþráðurinn var flókinn og innihélt allt: morð, svik og kynlíf ásamt fullt af aukapersónum með illt í hyggju, afskekkt eyðibýli og brjálaða stelpu á hjóli. Eftir allan hasarinn kom að því að einhver þurfti að leysa alla flækjuna - Hercule Poirot style - og þá kom ég til sögunnar.

Ég var nýbúin að hryggbrjóta sæta mótorhjólagæjann og var við það að upplýsa málið þegar vekjaraklukkan hringdi. Ég vaknaði með andfælum og tókst ómögulega að sofna aftur hvað sem ég reyndi. Síðan þá hef ég ekki getað hugsað um annað en þennan söguþráð, því ég hreinlega skil ekki hvernig ég ætlaði að leysa úr þessu. Sama hvað ég brýt heilann þá tekst mér ekki að fatta hver morðinginn var eða hvað þessi brjálaða stelpa var að gera þarna.

Þetta fer hrikalega í taugarnar á mér, því venjulega eru draumar samhengislausir eða bara hreinlega kjánalegir... en í þetta sinn var draumurinn rökréttur og spennandi og ég er þess handviss að hefði ég bara sofið aðeins lengur þá hefði ég verið með hið fullkomna kvikmyndahandrit í höndunum. Ég hefði getað skrifað plottið niður og samið nokkur hnyttin samtöl og voilá: Ásdís milljóner.

Svekkjandi.

7 ummæli:

Hulda sagði...

Frekar svekkjandi já.

Mokki litli sagði...

Þú horfir of mikið á Melrose Place.

Nafnlaus sagði...

Oh! óþolandi þegar það er eitthvað svona spennandi að gerast hjá manni (for change) og svo vaknar maður og fattar að það var bara draumur! Og maður vaknar ALLTAF áður en það kemur að því besta... að maður leysi gátuna, fái verðlaunin eða eitthvað álíka...

Ásdís Eir sagði...

Já heyrðu, þetta ER frekar Melrose-legt. Sæti mótorhjólagæinn og brjálaða stelpan...

Una sagði...

Vertu bara fegin að þú vaknaðir áður en húsið þitt sprakk í loft upp og besti hommavinur þinn lenti í fangelsi fyrir morð. Hjúkkett.

Mokki litli sagði...

Hann lenti ekki í fengelsi, gaurinn játaði!!!

Nafnlaus sagði...

Hmm, þegar vinur minn þykist ætla að eyðileggja myndir fyrir mér segir hann alltaf að læknirinn hafi verið morðinginn. Getur það passað?
Dagbjört