miðvikudagur, október 10, 2007

"I wish I knew how to quit you!"

Síðustu vikur er ég búin að vera að reyna að loka MySpace-síðunni minni. Hún var stofnuð í miklu eirðarleysi í jólaprófum fyrir löngu og síðan þá hef ég lítið sem ekkert sinnt henni. Jú, ég hef samviskusamlega addað vinum sem báðu um það og nýtt mér passwordið mitt til að njósna um annað fólk - annað ekki. Ég er enn með hvítan bakgrunn (sem virðist vera eitthvað sem mæspeísarar eiga að forðast sem heitan eldinn. Mottóið sýnist mér vera "því óreiðukenndara lúkk, því betra"), er bara búin að öpplóda eina mynd af mér (sem, aftur, virðist þveröfugt við það sem aðrir gera) og hef aldrei póstað bulletin og bara... nota þetta ekki. En já. Verandi langþreytt á MySpace og öllum spam-póstinum sem því fylgir, ákvað ég að eyða svæðinu mínu algjörlega, tortíma reikningnum og anda léttar. En oekkí. Ég er búin að margreyna, fer í Account settings og vel Cancel Account, eins og FAQ-síðan benti mér á að gera, fylgi leiðbeiningum til hins ýtrasta og bíð og vona... en ekki hverfur síðan. Það eina sem hefur breyst er að nú fæ ég ekki lengur tilkynningar um ný vinarboð eða komment send í tölvupósti. Fyrir nokkrum dögum gafst ég svo upp á biðinni og sendi hjálparbeiðni á Customer Service (er til íslenskt heiti yfir þetta?) en þeir eru greinilega með nóg á sinni könnu. Oj, ég hata MySpace jafn mikið og Kjartan hatar Strumpa.

Engin ummæli: