mánudagur, október 22, 2007

Síðustu stundirnar hef ég verið að dútla við að uppfæra CV-ið mitt, líta yfir farinn veg og krydda allt með slatta af sykri. Dútlið er samt að koma mér í dulítinn bobba sýnist mér, því ferilskráin lítur eiginlega bara vel út þegar hún er útprentuð. Á tölvuskjánum er allt morandi í línum og kaosi vegna óhóflegrar notkunar á Table. Þetta er óhentugt þegar senda þarf ferilskrá á tölvutæku formi. Jafnvel verulega óhentugt, því ekki vil ég sýnast vera óskipulagt rodehoved. Kannski ég útbúi aðeins tölvuvænna eintak.

Myndin sem fylgir er samt best í heimi. Ef þetta er ekki mest professional útgáfan af sjálfri mér... ja, þá veit ég ekki hvað!

Engin ummæli: