þriðjudagur, desember 11, 2007

Loksins! Það sem allir hafa beðið eftir!

Hér er vefsíðu-stafrófið mitt. Ég veit ekki hversu marktækt það er samt, því það er rétt rúmlega hálfur mánuður síðan ég lét strauja tölvuna mína og ég hef ekki skoðað sérlega mikið klám síðan þá. Þetta virkar þannig að maður slær inn staf í vefstikunni (þar sem maður skrifar vefföng, heitir það ekki örugglega vefstika?) og koppípeístar þá slóð sem kemur fyrst. Ég tók mér það bessaleyfi að snyrta lengstu vefföngin (allt fyrir lúkkið), en setti hlekki í staðinn.

A - asdiseir.blogspot.com Að sjálfsögðu. Ég er svo sjálfhverf.
B - blogjob.com Uppáhalds bloggvaktin mín.
C - cgi.ebay.com Slóð á fínan satín svefnpoka sem Una benti mér á.
D - doddeh.cartland.net Þórður Gunnarsson.
E - elinloa.blogspot.com Elín Lóa Baldursdóttir.
F - facebook.com Því ég er jú að lesa undir próf.
G - google.com/reader Readerinn.
H - hi.is Skólinn.
I - is.wikipedia.org Heimspeki 17. aldar, leit á þetta hálftíma áður en ég fór í próf í gær. Í öðru sæti var heimspeki 18. aldar og René Descartes var í því þriðja. Mér gekk vel á prófinu held ég.
J - jp.dk Jyllands Posten
K - kaupthing.is Það er svo sniðug gjaldmiðilsreiknivél á forsíðunni.
L - lexis.hi.is Beygingarmyndir íslenskra orða.
M - mbl.is/mm/frettir Fréttir
N - nytimes.com/ref/travel Listi yfir 53 staði sem maður ætti að heimsækja árið 2008. Eins og staðan er í dag mun ég allavega ferðast til númer 1, 47 og 48 á næsta ári. Næs!
O - ordabok.is Ofsalega þægileg, mikið notuð.
P - perezhilton.com Slúður.
Q - ekkert
R - ryokan.or.jp Lúxus hótel í Japan. Það má láta sig dreyma.
S - stuna.blogspot.com Una Sighvatsdóttir.
T - tripadvisor.com Tokyo Inernational Youth Hostel. Það er nauðsynlegt að vera raunsæ.
U - ugla.hi.is Elsku Uglan.
V - valinkunnurandansmadur.wordpress.com Önundur Páll Ragnarsson.
W - wikipedia.org Vikkípedía. Hvar værum við án hennar?
X - xkcd.com Fyndið.
Y - youtube.com Líka fyndið.
Z - ekkert.

Engin ummæli: