föstudagur, febrúar 20, 2004

Er Móðir Náttúra siðavönd?
Nú er það þannig að sérhver partur líkamans og sérhvert líffæri hans þjóna ákveðnum tilgangi (nema auðvitað blessaði botnlanginn).. Ég velti samt fyrir mér hvers vegna í ósköpunum stelpur hafa meyjarhöft. Hvaða hlutverki gegna meyjarhöft? Ég trúi því ekki að meyjarhaftinu sé ætlað að verja leghálsinn gegn sýkingum, því það er víst staðsett of ofarlega til að koma að einhverju gagni í þeim málum. Ég trúi því heldur ekki að Móðir Náttúra hafi fundið upp á meyjarhaftinu til að auðvelda körlum að sjá hvort hin nýja eiginkona sé óspjölluð eður ei.. Það getur enginn sannfært mig um að náttúrunni hafi fundist nauðsynlegt að búa til svoleiðis security gadget. Enda rofna meyjarhöft oft við "ókynferðislegar" aðstæður, eins og þegar stundaðar eru íþróttir. Þetta er afar furðulegt. Ég sé engan tilgang með þessu. Afhverju eru stelpur með meyjarhöft?

Engin ummæli: